Um Dynju
Starfsfólk Dynju sérhæfir sig í verkefnastjórnun byggingarverkefna. Menntun, þekking og áratuga reynsla af öllum stigum byggingaverkefna gera verkefnastjóra okkar í stakk búna að mæta áskorunum í hverju því verkefni sem þeir taka að sér og ljúka því farsællega.
Byggingarverkefni eru margbrotin og fela í sér margar áskoranir og hættur. Mikilu skiptir að verkefninu sé stjórnað af öryggi með gæði, vönduð og öguð vinnubrögð að leiðarljósi.
Dynja býður upp á alhliða ráðgjöf á öllum stigum framkvæmda frá undirbúningi verkefna til loka þeirra.
Helstu verkþættir Dynju eru:
Verkefnastjórnun - áætlanagerð, skilvirk útboðsferli og reglulegt yfirlit yfir stöðu verkefna
Byggingarstjórn - gæðaeftirlit, örugg hagsmunavarsla, áhættugreiningar, vinnuvernd og öryggismál
Hönnunarstjórnun - útboð til arkitekta og hönnuða, skilvirk hönnunarferli, gerð hönnunaráætlana, rýni og skil gagna
Ráðgjöf - almenn aðstoð við framkvæmdir og verkáætlanir
